Dregið hefur hratt úr atvinnuleysi og að sögn framkvæmdastjóra Sky Lagoon keppast fyrirtæki nú við að halda í fólk. Þingmaður segir almenna markaðinn vera að missa fólk til hins opinbera.
Við fylgjumst áfram með dagskránni á Hringborði norðurslóða en í dag var tilkynnt að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Við fjöllum um þetta og verðum síðan í beinni frá tjaldi sem hefur verið sett upp fyrir utan Hörpu með fyrrverandi forsetafrúnni Dorrit Moussaieff.
Þá kynnum við okkur einnig áframhaldandi uppbyggingu í nýjum miðbæ á Selfossi, kíkjum í afmælisveislu til elstu tvíbura Íslandssögunnar og verðum í beinni frá opnunarhófi Listamessu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.