KR reyndi að semja aftur við Kjartan: „Gefur karlinum fokk-merki“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2022 12:04 Kjartan Henry Finnbogason sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil en endurkoman hefur ekki gengið upp sem skyldi. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason virðist vera á förum frá KR að loknu tímabilinu. Hann gaf í skyn á Twitter að kveðjurnar frá uppeldisfélaginu væru kaldar. Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira