KR reyndi að semja aftur við Kjartan: „Gefur karlinum fokk-merki“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2022 12:04 Kjartan Henry Finnbogason sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil en endurkoman hefur ekki gengið upp sem skyldi. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason virðist vera á förum frá KR að loknu tímabilinu. Hann gaf í skyn á Twitter að kveðjurnar frá uppeldisfélaginu væru kaldar. Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki