Efast um hæfi MAST Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 09:33 Feldurinn á þessum hest í Borgarfirði er í ansi slæmu ásigkomulagi eftir langa inniveru. Steinunn Árnadóttir Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. Í lok sumars var fyrst greint frá því að eigendur 25 hrossa í Borgarfirði væru sakaðir um illa meðferð á skepnum sínum. Steinunn Árnadóttir, íbúi Borgarness, sagði þá í samtali við fréttastofu að hún hafi ítrekað sent erindi til MAST og vissi um fleiri sem hefðu gert slíkt hið sama. Þá sagði dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST í ágúst að málið væri í ferli. Í gær birti MAST síðan yfirlýsingu þar sem sagt var að stofnunin hafi gripið til aðgerða og skipað eigendunum að hleypa hestunum út sem höfðu verið lokaðir inni í litlum hólfum um langt skeið. Samtök um dýravelferð á Íslandi gefa lítið fyrir þessa yfirlýsingu MAST og segja að athafnir fylgi ekki orðum þeirra. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum. „Enginn vafi er á því að Matvælastofnun (MAST) hefur þær lagaheimildir til að svipta dýr úr umsjá umráðaaðila ef úrbætur þola enga bið. Sú afstaða að dýr njóti lagalegrar verndar er meginandlag dýravelferðarlaga,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Samtökin segja MAST vera eina bjargræði dýranna sem lögunum er ætlað að vernda. Því skjóti það skökku við að MAST skuli „halda verndarhendi yfir mannfólki sem tekur að sér að halda dýr og veldur ekki því verkefni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Skora á MAST Líkt og sjá má á myndum sem birst hafa hér á Vísi eru hrossin afar horuð og feldur þeirra í slæmu ásigkomulagi eftir innilokun og vanfóðrun til lengri tíma. Samtökin þakka Steinunni Árnadóttur fyrir myndirnar en hún er sú sem hefur tekið allar þær myndir sem birst hafa í fjölmiðlum. „Viðbrögð MAST eru ekki í samræmi við alvarleika málsins og vekja enn frekari efasemdir um hæfi stofnunarinnar til að sinna eftirliti með velferð dýra. SDÍ skorar á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan „málið er í ferli“,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu samtakanna í heild sinni. Samtök um dýravelferð á Íslandi kalla eftir tafarlausum aðgerðum í máli þessu. Enginn vafi er á því að Matvælastofnun (MAST) hefur þær lagaheimildir til að svipta dýr úr umsjá umráðaaðila ef úrbætur þola enga bið. Sú afstaða að dýr njóti lagalegrar verndar er meginandlag dýravelferðarlaga. Stofnunin sem fylgir þeim lögum eftir, MAST, er eina bjargræði dýranna sem lögunum er ætlað að vernda. Það skýtur því skökku við að MAST skuli halda verndarhendi yfir mannfólki sem tekur að sér að halda dýr og veldur ekki því verkefni. Þrátt fyrir yfirlýsingar um góðan vilja MAST fylgja athafnir ekki þeim orðum. Ástand dýranna er átakanlegt en hrossin er horuð og feldurinn í slæmu ásigkomulagi eftir innilokun og vanfóðrun til lengri tíma. Þetta sést á myndum frá hugrökkum einstakling sem hefur vakið athygli á málinu og þökk sé áræðni Steinunnar Árnadóttur er ástand hrossana fyrir allra augum. Viðbrögð MAST eru ekki í samræmi við alvarleika málsins og vekja enn frekari efasemdir um hæfi stofnunarinnar til að sinna eftirliti með velferð dýra. SDÍ skorar á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan “málið er í ferli”. Dýr Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Í lok sumars var fyrst greint frá því að eigendur 25 hrossa í Borgarfirði væru sakaðir um illa meðferð á skepnum sínum. Steinunn Árnadóttir, íbúi Borgarness, sagði þá í samtali við fréttastofu að hún hafi ítrekað sent erindi til MAST og vissi um fleiri sem hefðu gert slíkt hið sama. Þá sagði dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST í ágúst að málið væri í ferli. Í gær birti MAST síðan yfirlýsingu þar sem sagt var að stofnunin hafi gripið til aðgerða og skipað eigendunum að hleypa hestunum út sem höfðu verið lokaðir inni í litlum hólfum um langt skeið. Samtök um dýravelferð á Íslandi gefa lítið fyrir þessa yfirlýsingu MAST og segja að athafnir fylgi ekki orðum þeirra. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum. „Enginn vafi er á því að Matvælastofnun (MAST) hefur þær lagaheimildir til að svipta dýr úr umsjá umráðaaðila ef úrbætur þola enga bið. Sú afstaða að dýr njóti lagalegrar verndar er meginandlag dýravelferðarlaga,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Samtökin segja MAST vera eina bjargræði dýranna sem lögunum er ætlað að vernda. Því skjóti það skökku við að MAST skuli „halda verndarhendi yfir mannfólki sem tekur að sér að halda dýr og veldur ekki því verkefni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Skora á MAST Líkt og sjá má á myndum sem birst hafa hér á Vísi eru hrossin afar horuð og feldur þeirra í slæmu ásigkomulagi eftir innilokun og vanfóðrun til lengri tíma. Samtökin þakka Steinunni Árnadóttur fyrir myndirnar en hún er sú sem hefur tekið allar þær myndir sem birst hafa í fjölmiðlum. „Viðbrögð MAST eru ekki í samræmi við alvarleika málsins og vekja enn frekari efasemdir um hæfi stofnunarinnar til að sinna eftirliti með velferð dýra. SDÍ skorar á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan „málið er í ferli“,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu samtakanna í heild sinni. Samtök um dýravelferð á Íslandi kalla eftir tafarlausum aðgerðum í máli þessu. Enginn vafi er á því að Matvælastofnun (MAST) hefur þær lagaheimildir til að svipta dýr úr umsjá umráðaaðila ef úrbætur þola enga bið. Sú afstaða að dýr njóti lagalegrar verndar er meginandlag dýravelferðarlaga. Stofnunin sem fylgir þeim lögum eftir, MAST, er eina bjargræði dýranna sem lögunum er ætlað að vernda. Það skýtur því skökku við að MAST skuli halda verndarhendi yfir mannfólki sem tekur að sér að halda dýr og veldur ekki því verkefni. Þrátt fyrir yfirlýsingar um góðan vilja MAST fylgja athafnir ekki þeim orðum. Ástand dýranna er átakanlegt en hrossin er horuð og feldurinn í slæmu ásigkomulagi eftir innilokun og vanfóðrun til lengri tíma. Þetta sést á myndum frá hugrökkum einstakling sem hefur vakið athygli á málinu og þökk sé áræðni Steinunnar Árnadóttur er ástand hrossana fyrir allra augum. Viðbrögð MAST eru ekki í samræmi við alvarleika málsins og vekja enn frekari efasemdir um hæfi stofnunarinnar til að sinna eftirliti með velferð dýra. SDÍ skorar á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan “málið er í ferli”.
Samtök um dýravelferð á Íslandi kalla eftir tafarlausum aðgerðum í máli þessu. Enginn vafi er á því að Matvælastofnun (MAST) hefur þær lagaheimildir til að svipta dýr úr umsjá umráðaaðila ef úrbætur þola enga bið. Sú afstaða að dýr njóti lagalegrar verndar er meginandlag dýravelferðarlaga. Stofnunin sem fylgir þeim lögum eftir, MAST, er eina bjargræði dýranna sem lögunum er ætlað að vernda. Það skýtur því skökku við að MAST skuli halda verndarhendi yfir mannfólki sem tekur að sér að halda dýr og veldur ekki því verkefni. Þrátt fyrir yfirlýsingar um góðan vilja MAST fylgja athafnir ekki þeim orðum. Ástand dýranna er átakanlegt en hrossin er horuð og feldurinn í slæmu ásigkomulagi eftir innilokun og vanfóðrun til lengri tíma. Þetta sést á myndum frá hugrökkum einstakling sem hefur vakið athygli á málinu og þökk sé áræðni Steinunnar Árnadóttur er ástand hrossana fyrir allra augum. Viðbrögð MAST eru ekki í samræmi við alvarleika málsins og vekja enn frekari efasemdir um hæfi stofnunarinnar til að sinna eftirliti með velferð dýra. SDÍ skorar á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan “málið er í ferli”.
Dýr Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36