Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 21:07 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26