Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 21:07 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf