Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 19:01 Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir marga enn glíma við eftirköst Covid. Vísir/Egill Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00