Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða Rebekka Karlsdóttir skrifar 13. október 2022 18:00 Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Byggðamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun