Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 13:46 Erik Cantu var augljóslega mjög brugðið þegar lögregluþjónninn opnaði hurðina á bíl hans og sagði honum að stíga úr bílnum. Sjá má annan táning í farþegasæti bílsins. AP/Lögreglan í San Antonio Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira