Ekki sprengja börn! Ellen Calmon skrifar 12. október 2022 11:01 Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu. Á undanförnum dögum hefur fjöldi hjálparstofnana neyðst til að stöðva starfssemi sína í Úkraínu vegna öryggisógnar starfsfólks. Í borgunum Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro hefur rignt sprengjum og hafa að minnsta kosti 11 almennir borgarar látið lífið og 89 særst. Heimili, skólar, göngubrýr og leikvellir hafa orðið fyrir sprengjum og mikið tjón hefur orðið á innviðum sem hefur leitt til rafmagnsleysis og truflana á neysluvatnsrennsli. Nú fer að kólna í Úkraínu og hafa þessar árásir áhrif á undirbúning heimilanna fyrir veturinn sem getur reynst kaldur. Barnaheill krefjast þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt til þess að vernda börn gegn átökum. Árásir sem þessar eru brot á alþjóðlegum stríðslögum. Átökin í Úkraínu sem hafa staðið yfir 8 ár og hafa alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Átökin bitna verst á börnum sem eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að njóta verndar öllum stundum. Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi og hefur fjöldi þeirra þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum. Fréttamyndirnar sem okkur hafa borist frá Kyiv þar sem leikvellir barna hafa verið sprengdir upp eru óhugnanlegar og sýna okkur að börn eru hvergi hult þegar kemur að stríði. Skilaboð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru einföld: Ekki sprengja börn! Við hjá Barnaheillum styðjum við börn í neyð víðsvegar um heiminn með því að safna fé í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla. Þeir fjármunir nýtast meðal annars til að styðja við börn í Úkraínu. Söfnun stendur nú yfir hér á heimasíðu samtakanna Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar