Hefði viljað sjá Lovísu þrauka lengur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 15:00 Lovísa Thompson stoppaði stutt við í Danmörku. vísir/hulda margrét Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, mun ekki hoppa hæð sína í loft upp ef Lovísa Thompson fer aftur í Val. Honum fannst hún gefast full fljótt upp á atvinnumennskunni. Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira