Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 10:03 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) hafa verið bandamenn í átökum sem geisa innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna. ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna.
ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05