Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 10:03 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) hafa verið bandamenn í átökum sem geisa innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna. ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna.
ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05