Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 08:38 Minnst nítján féllu í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16