Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 22:38 Már Wolfgang Mixa er lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Reykjavík síðdegis Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira