Shopify kemur í veg fyrir brot á réttindum neytenda Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 10:26 Shopify hefur með þessu skuldbundið sig til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Getty/Sean Gallup Shopify hefur samþykkt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Með samþykktinni er verið að reyna að koma í veg fyrir svokölluð „drop shipping-svindl“ sem varð gífurlega algengt í Covid-19 heimsfaraldrinum. Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify. Neytendur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify.
Neytendur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira