Telja Trump enn vera með opinber gögn Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 10:10 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Chris Seward Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. Samkvæmt frétt New York Times tilkynnti einn af yfirmönnum ráðuneytisins lögmönnum Trumps nýverið að starfsmenn ráðuneytisins væru þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki verið samstarfsfús en óljóst er hvaða afleiðingar það gæti haft í för fyrir Trump. Þá er sömuleiðis ekki ljóst hvort sönnunargögn um að Trump hafi falið opinber gögn og neitað að afhenda þau eftir að húsleit var gerð heima hjá honum. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar a Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Af um ellefu þúsund skjölum sem hald var lagt á í Mar a Lago voru um hundrað merkt sem leyniskjöl og er til rannsóknar hvort Trump hafi brotið lög varðandi leyndarmál ríkisins. Sjá einnig: Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Miklar lagaflækjur hafa myndast á málinu en alríkisdómari sem Trump skipaði í embætti skipaði nýverið gerðardómara til að fara yfir gögnin og leggja mat á hvaða skjöl Trump gæti mögulega átt og hvaða gögn trúnaður ríkti um. Dómarinn meinaði einnig dómsmálaráðuneytinu að nota gögnin í sakamálarannsókn á meðan þessi skoðun stendur yfir. Ráðuneytið áfrýjaði þeim úrskurði og þá komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöður að ráðuneytið mætti nota gögnin og að gerðardómarinn þyrfti ekki að skoða gögn sem væru merkt sem ríkisleyndarmál. Trump leitaði nýverið á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins en hann hefur haldið því fram að hann hafi svipt leynd af gögnunum, sem engar sannanir eru fyrir. NYT segir deilur hafa komið upp milli lögmanna Trumps um afstöðu þeirra til rannsóknarinnar. Einn þeirra vildi ráða sérstakt ráðgjafafyrirtæki til að leita að frekari opinberum gögnum og er Trump sagður hafa samþykkt það. Aðrir lögmenn í hópnum hafi þó sannfært forsetann fyrrverandi um að taka harðari afstöðu gegn rannsókn ráðuneytisins og að hætta við að ráða áðurnefnt fyrirtæki. Afstaða Trumps og lítill áhugi hans á að starfa með rannsakendum er sagt hafa sett starfsmenn ráðuneytisins í erfiða stöðu. Þeir hafi nokkra erfiða kosti. Einn þeirra sé að hætta að leita að og reyna að koma höndum yfir opinber gögn sem kunna að vera enn í fórum Trumps. Fleiri eru að stefna Trump og krefjast gagnanna, gera fleiri húsleitir og reyna að þvinga Trump til vitnisburðar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Samkvæmt frétt New York Times tilkynnti einn af yfirmönnum ráðuneytisins lögmönnum Trumps nýverið að starfsmenn ráðuneytisins væru þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki verið samstarfsfús en óljóst er hvaða afleiðingar það gæti haft í för fyrir Trump. Þá er sömuleiðis ekki ljóst hvort sönnunargögn um að Trump hafi falið opinber gögn og neitað að afhenda þau eftir að húsleit var gerð heima hjá honum. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar a Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Af um ellefu þúsund skjölum sem hald var lagt á í Mar a Lago voru um hundrað merkt sem leyniskjöl og er til rannsóknar hvort Trump hafi brotið lög varðandi leyndarmál ríkisins. Sjá einnig: Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Miklar lagaflækjur hafa myndast á málinu en alríkisdómari sem Trump skipaði í embætti skipaði nýverið gerðardómara til að fara yfir gögnin og leggja mat á hvaða skjöl Trump gæti mögulega átt og hvaða gögn trúnaður ríkti um. Dómarinn meinaði einnig dómsmálaráðuneytinu að nota gögnin í sakamálarannsókn á meðan þessi skoðun stendur yfir. Ráðuneytið áfrýjaði þeim úrskurði og þá komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöður að ráðuneytið mætti nota gögnin og að gerðardómarinn þyrfti ekki að skoða gögn sem væru merkt sem ríkisleyndarmál. Trump leitaði nýverið á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins en hann hefur haldið því fram að hann hafi svipt leynd af gögnunum, sem engar sannanir eru fyrir. NYT segir deilur hafa komið upp milli lögmanna Trumps um afstöðu þeirra til rannsóknarinnar. Einn þeirra vildi ráða sérstakt ráðgjafafyrirtæki til að leita að frekari opinberum gögnum og er Trump sagður hafa samþykkt það. Aðrir lögmenn í hópnum hafi þó sannfært forsetann fyrrverandi um að taka harðari afstöðu gegn rannsókn ráðuneytisins og að hætta við að ráða áðurnefnt fyrirtæki. Afstaða Trumps og lítill áhugi hans á að starfa með rannsakendum er sagt hafa sett starfsmenn ráðuneytisins í erfiða stöðu. Þeir hafi nokkra erfiða kosti. Einn þeirra sé að hætta að leita að og reyna að koma höndum yfir opinber gögn sem kunna að vera enn í fórum Trumps. Fleiri eru að stefna Trump og krefjast gagnanna, gera fleiri húsleitir og reyna að þvinga Trump til vitnisburðar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05
Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11