Krefjast þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 08:31 Tveir ljósabekkir eru í boði fyrir viðskiptavini Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ vilja hins vegar ekki að svo verði áfram. Íþróttamiðstöðin í Garði Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hafa krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Gjaldskrárliðurinn „Ljósabekkir“ skuli þannig verða tekinn út úr gjaldskrá sveitarfélagsins. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns. Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns.
Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50
Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04