Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 14:30 Egill Magnússon er á toppi listans. Hann mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/Diego Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira