Sama hvaðan gott kemur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. október 2022 12:30 Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar