Sama hvaðan gott kemur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. október 2022 12:30 Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar