Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 13:01 Veigar Áki Hlynsson er einn af ungu strákunum í KR sem fá liðið í fangið nú þegar margir reynsluboltar eru horfnir á braut. Vísir/Vilhelm Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti