Fram kemur í fundargerðum sveitarstjórnanna að Lyfja leitist nú eftir samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að lyfjaafgreiðslan færist inn á heilsugæsluna í Laugarási.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppi lýsti í gær yfir áhyggjum vegna umræddrar þjónustuskerðingar og hvatti til þess að lyfjaafgreiðslan verði með óbreyttu sniði í Laugarási.
Með breyttu fyrirkomulagi sé hætt við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, til dæmis hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheimsókn. „Um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa alls svæðisins, sem sækja þjónustu heilsugæslu í Laugarási,“ segir í ályktun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafði áður ályktað um „nauðsyn þess að áfram verði lyfjaafgreiðsla í Laugarási“.
„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna umræddrar þjónustuskerðingar og hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási,“ sagði í ályktun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.