„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 13:01 Frá síðasta tímabili eru aðeins þeir Nicholas Satchwell og Einar Rafn Eiðsson að spila fyrir KA á þessari leiktíð en Ólafur Gústafsson snýr væntanlega aftur eftir áramót, þegar hann jafnar sig af meiðslum. Stöð 2 Sport Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan. Olís-deild karla KA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan.
Olís-deild karla KA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira