Spilakassarekstur Rauða krossins Alma Hafsteinsdóttir skrifar 4. október 2022 09:00 Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar