Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 23:30 Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07