Íbúðum í byggingu fjölgar alls staðar nema í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. október 2022 21:00 Fleiri íbúðir eru samanlagt í byggingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en í borginni sjálfri. Þar fækkar íbúðum í byggingu milli ára á meðan hún eykst um tæp 90 prósent hjá hinum sveitarfélögunum samanlagt. 8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót. Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót.
Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira