Á vef Ólafsfjarðarkirkju segir að kirkjan sé opin í dag. Öllum sé frjálst að koma, tendra á kerti og eiga stund í kyrrð. Kyrrðarstundin hefst klukkan 20.
„Sameinumst í kyrrð og bæn, tökum hvert utan um annað, tendrum ljós og látum kærleikann streyma til allra sem þurfa á því að halda nú um stundir.“
Séra Stefanía Steins leiðir stundina og Ave Sillaots leikur ljúfa og fallega tóna á orgelið. Aðilar úr viðbragðsteymi Rauðakrossins verða á staðnum og veita samtal ásamt sóknarpresti. Þá er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717.