Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 13:01 Stelpurnar í U18 ára landsliði Íslands prufukeyrðu harpixlausa boltann á HM í sumar og voru ekki hrifnar. Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix
Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01