Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 07:44 Óeirðirnar brutust út á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Hendra Permana/AP Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils. Indónesía Fótbolti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira