Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 14:05 Steinbergur Finnbogason er tekinn við sem verjandi Claudiu. Vísir Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. Claudia er ein þriggja sem eru ákærð fyrir að hafa gerst sek um samverknað í morðinu. Ákæruvaldið fer fram á að þau verði sakfelld fyrir samverknað en hlutdeild til vara. Fangelsisdómur fyrir samverknað er minnst fimm ár. Síðasti dagur aðalmeðferðar fer fram fyrir Landsrétti í dag og hafa saksóknar og verjandi Angjelins Sterkaj, sem hefur játað morðið, flutt mál sitt. Angjelin gekkst við morðinu við rannsókn málsins en segist hafa verið einn að verki. Þá hefur hann haldið því fram að hann hafi skotið Armando í sjálfsvörn. Claudia er sökuð um að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins og að hafa fylgst með tveimur bílum, sem Armando hafði til umráða, og látið Angjelin vita þegar bílarnir voru færðir kvöldið sem Armando var myrtur. Claudia hefur gengist við þeirri verknaðarlýsingu sem lýst er í ákærunni, sem sagt að hún hafi fylgst með bíl Armandos og sent Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu og var með Angjelin í Rauðagerði, sms sem í stóð „hi sexy.“ Claudia hafi ekki tekið þátt í meintum skipulagsfundi í Borgarnesi Fram kom fyrir héraðsdómi að þau hafi verið búin að ákveða fyrirfram að Claudia sendi þau skilaboð til Angjelin þegar Armando færi frá vini sínum, sem bjó í Reykjavík Downtown Appartments á Rauðarárstíg, laugardagskvöldið 13. febrúar. Seinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði í málflutningi sínum fyrir Landsrétti að Claudia hafi ekkert vitað af því fyrir fram að Angjelin hyggðist svipta Armando lífi. Benti hann til dæmis á að gögn í málinu sýni að Claudia hafi ekki verið með á fundi Angjelins og Shpetims í Borgarnesi föstudagskvöldið 12. febrúar. Hafi þeir rætt fyrirhugað morð á þeim fundi, eins og ákæruvaldið vill meina, hafi Claudia ekki tekið þátt í því samtali. Þá hafi komið fram við skýrslutökur að Claudia hafi talið Angjelin ætla að vera á norðurlandi, þar sem hann var í fríi með vinum, til mánudags eða þriðjudags. Steinbergur tók við vörninni úr hérð Auk þess hafi hennar verk þetta laugardagskvöld, að fylgjast með bíl Armandos og senda skilaboðin „hi sexy“, ekki haft nein áhrif að hans mati á það sem á eftir kom þar sem Angjelin og Shpetim hafi þegar verið komnir í Rauðagerði þegar skilaboðin voru send. Þá hafi Claudia verið mjög hissa þegar hún sá fréttir af morðinu á sunnudagsmorgninum og verið mjög hrædd dagana á eftir. Samfélagið hafi verið á hliðinni vegna þessa óupplýsa morðs og það sé, að mati Steinbergs, ekki réttlátt af ákæruvaldinu að ætla sekt Claudiu á því að hún hafi ekki tilkynnt lögreglu grunsemdir sínar strax dagana á eftir. Steinbergur tók við sem verjandi Claudiu af Sverri Halldórssyni sem flutti málið í héraðsdómi. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur til undirbúnings skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins. Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Claudia er ein þriggja sem eru ákærð fyrir að hafa gerst sek um samverknað í morðinu. Ákæruvaldið fer fram á að þau verði sakfelld fyrir samverknað en hlutdeild til vara. Fangelsisdómur fyrir samverknað er minnst fimm ár. Síðasti dagur aðalmeðferðar fer fram fyrir Landsrétti í dag og hafa saksóknar og verjandi Angjelins Sterkaj, sem hefur játað morðið, flutt mál sitt. Angjelin gekkst við morðinu við rannsókn málsins en segist hafa verið einn að verki. Þá hefur hann haldið því fram að hann hafi skotið Armando í sjálfsvörn. Claudia er sökuð um að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins og að hafa fylgst með tveimur bílum, sem Armando hafði til umráða, og látið Angjelin vita þegar bílarnir voru færðir kvöldið sem Armando var myrtur. Claudia hefur gengist við þeirri verknaðarlýsingu sem lýst er í ákærunni, sem sagt að hún hafi fylgst með bíl Armandos og sent Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu og var með Angjelin í Rauðagerði, sms sem í stóð „hi sexy.“ Claudia hafi ekki tekið þátt í meintum skipulagsfundi í Borgarnesi Fram kom fyrir héraðsdómi að þau hafi verið búin að ákveða fyrirfram að Claudia sendi þau skilaboð til Angjelin þegar Armando færi frá vini sínum, sem bjó í Reykjavík Downtown Appartments á Rauðarárstíg, laugardagskvöldið 13. febrúar. Seinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði í málflutningi sínum fyrir Landsrétti að Claudia hafi ekkert vitað af því fyrir fram að Angjelin hyggðist svipta Armando lífi. Benti hann til dæmis á að gögn í málinu sýni að Claudia hafi ekki verið með á fundi Angjelins og Shpetims í Borgarnesi föstudagskvöldið 12. febrúar. Hafi þeir rætt fyrirhugað morð á þeim fundi, eins og ákæruvaldið vill meina, hafi Claudia ekki tekið þátt í því samtali. Þá hafi komið fram við skýrslutökur að Claudia hafi talið Angjelin ætla að vera á norðurlandi, þar sem hann var í fríi með vinum, til mánudags eða þriðjudags. Steinbergur tók við vörninni úr hérð Auk þess hafi hennar verk þetta laugardagskvöld, að fylgjast með bíl Armandos og senda skilaboðin „hi sexy“, ekki haft nein áhrif að hans mati á það sem á eftir kom þar sem Angjelin og Shpetim hafi þegar verið komnir í Rauðagerði þegar skilaboðin voru send. Þá hafi Claudia verið mjög hissa þegar hún sá fréttir af morðinu á sunnudagsmorgninum og verið mjög hrædd dagana á eftir. Samfélagið hafi verið á hliðinni vegna þessa óupplýsa morðs og það sé, að mati Steinbergs, ekki réttlátt af ákæruvaldinu að ætla sekt Claudiu á því að hún hafi ekki tilkynnt lögreglu grunsemdir sínar strax dagana á eftir. Steinbergur tók við sem verjandi Claudiu af Sverri Halldórssyni sem flutti málið í héraðsdómi. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur til undirbúnings skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04