Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Vísir Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45