Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 10:26 Slökkviliðsmaðurinn á rétt á bótum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað. Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað.
Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira