„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. september 2022 21:10 Einar Sverrisson skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og braut um leið þúsund marka múrinn fyrir félagið. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. „Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló. Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló.
Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53