Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2022 22:19 vísir/diego FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Framarar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæðið snemma. Bæði lið voru í basli í sínum sóknarleik í upphafi en þegar Fram kom sínum í sæmilegt horf þá náðu þeir fljótlega fjögurra marka forskoti. FH hafði aðeins skorað fjögur mörk þegar fyrri hálfleikur var meira en hálfnaður en þá vöknuðu þeir aðeins til lífsins. Þeir jöfnuðu í 10-10 og þrátt fyrir að hafa misst Framara aftur þrjú mörk á undan sér fyrir leikhlé þá hljóta þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu í Kaplakrika að hafa farið með smá meiri bjartsýni í hálfleikspásuna heldur en leit út fyrir á köflum fyrir hlé. Staðan í hálfleik 14-11 fyrir Framara. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum, Fram var með frumkvæðið en sleit FH-inga aldrei frá sér. Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum leiddu Framarar 22-19. Þá átti FH góðan kafla með Leonharð Þorgeir Harðason í broddi fylkingar. Þeir jöfnuðu í 23-23 og allt á suðupunkti. FH-ingar misstu í kjölfarið mann af velli og síðan fékk bekkur heimamanna sömuleiðis brottvísun fyrir tuð. Heimamenn því teimur færri. Fram nýtti yfirtöluna vel og komst í 25-23 en FH-ingar sýndu karakter og jöfnuðu á ný. FH fékk síðan boltann þegar rúm mínúta var eftir og tóku leikhlé þegar 31 sekúnda lifði leiks. Þeir stilltu upp í sókn en fengu dæmd á sig skref, dóm sem þeir voru afar ósáttir með. Þá var komið að Fram að reyna að skora sigurmarkið. Þeir tóku einnig leikhlé, reyndu sókn sem átti að enda með sirkusmarki en sú tilraun misheppnaðist algjörlega. Hasarinn var þó ekki búinn. Framarar fengu aukakast þegar leiktíminn var liðinn eftir að lína var dæmd á FH. Skot Þorsteins Gauta Hjálmarssonar úr aukakastinu hafnaði hins vegar beint í andliti eins FH-ings og í kjölfarið varð gjörsamlega allt vitlaust. Það lá við hópslagsmálum og áhorfendur voru meira að segja komnir ansi nálægt enda gerðist atvikið alveg við stúkuna. Að lokum tókst þó að skakka leikinn en Þorsteinn Gauti fékk beint rautt spjald frá dómurum leiksins þegar lætin voru yfirstaðin. Af hverju varð jafntefli? Í fyrsta lagi sýna FH-ingar mikinn karakter að koma til baka í nokkur skipti í leiknum og einnig að missa Framara aldrei of langt fram úr sér. Í öðru lagi voru Framarar klaufar að nýta sér ekki betur þær stöður sem þeir fengu, Phil Döhler í marki FH varði nokkrum sinnum úr dauðafærum og oftar en ekki fóru gestirnir illa með yfirtöluna, þegar FH-ingar voru færri. Í þriðja lagi fóru bæði liðin illa með sínar lokasóknir þar sem þau fengu tækifæri til að tryggja sigurinn. FH-ingar voru ósáttir með skref sem dæmd voru á Leonharð Þorgeir undir lokin en Framarar framkvæmdu sína sókn einfaldlega ekki nógu vel. Þessir stóðu upp úr: Phil Döhler var frábær hjá FH. Hann var með 40% markvörslu og var sérstaklega góður í síðari hálfleiknum. Lárus Helgi Ólafsson, kollegi hans í marki Fram, var frábær í fyrri hálfleik en dalaði í síðari hálfleiknum. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði mjög mikilvæg mörk fyrir FH undir lokin og þá var Reynir Þór Stefánsson traustur hjá Fram. Bæði lið sýndu á köflum góðan varnarleik, sérstaklega Framarar sem spiluðu góða vörn nær allan leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var slakur í byrjun leiks. Leikmenn gerðu klaufaleg mistök og í raun og veru voru bæði í lið í vandræðum sóknarlega í upphafi en slæmi kafli FH varði þó lengur en hjá Fram. Egill Magnússon er ekki að finna fjölina sína hjá FH nú í upphafi tímabils. Hann skoraði ekki mark í dag þrátt fyrir að eiga sjö skot á markið. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gaf honum mikinn tíma í dag en Egill er að koma til baka eftir meiðsli. Það er þó spurning hvort spiltíminn hafi verið of mikill því Egill fann sig engan veginn. Aukakast Þorsteins Gauta í lokin fór síðan alls ekki vel. Það er í raun galið að reyna að skjóta á markið á þennan hátt, að ætla að finna glufu á veggnum. Hættan á slysi er einfaldlega of mikil svo tilraunin sé þess virði. Hvað gerist næst? Fram er með sex stig eftir fjórar umferðir en FH aðeins tvö. FH heldur næst á Seltjarnarnestið og mætir Gróttu sem tapaði gegn Aftureldingu í kvöld. Grótta er með fjögur stig og geta skilið FH aðeins eftir fyrir aftan sig vinni þeir gegn Hafnfirðingum. Fram á erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda. Líklega eitt erfiðasta verkefnið í deildinni en Framarar hafa sýnt í vetur að þeir eru með sterkt lið og geta vel strítt gríðarsterku Valsliði. Sigursteinn: Þú getur ekki haft einhverja eina lokasókn eins og einhverjir hafa verið að halda fram Sigursteinn Arndal er þjálfari FHVísir Sigursteinn Arndal var tvístígandi í leikslok þegar blaðamaður Vísis spurði hvort hann væri sáttur með stigið úr því sem komið var í leiknum en FH elti Framara lengst af í leiknum. „Ég veit ekki hverju ég á að svara. Við ætluðum okkur að vinna en ætluðum fyrst og síðast að bæta okkar leik. Við verðum að viðurkenna það að við erum aðeins að hiksta og það er ekki allt eins og við viljum hafa það,“ sagði Sigursteinn en FH er aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki í Olís-deildinni. „Ég er ótrúlega ánægður með viljann og vinnusemina, að reyna að koma sér inn í leikinn og þess vegna fannst mér við ná í þetta stig í lokin. Við hefðum mögulega getað stolið þessu, við fengum einhvern dóm þarna sem ég get ekki tjáð mig um,“ en Sigursteinn á þá við atvik þar sem boltinn var dæmdur af FH í lokasókn þeirra. FH-liðið byrjaði illa sóknarlega og voru aðeins komnir með fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. „Við vorum að skjóta ofboðslega illa og vorum einhæfir í okkar vali hvar við vorum að velja að gera árásir. Það er bara eitthvað sem við þurfum að kíkja á og æfa. Ég vil halda mig við það að ég er ánægður með vinnusemina og baráttuna.“ „Ég vil líka nota tækifærið og benda á að það er september og við erum að sjá virkilega góða mætingu, áhorfendur frábærir hjá báðum liðum og þetta er stemmning sem allir þessir strákar vilja taka þátt í og ég er ótrúlega þakklátur að fólk sé að mæta. Það er spenna fyrir einhverju hér í Krikanum en við þurfum að sýna því þolinmæði en ég er ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn og hvernig fólk er að mæta.“ Undir lok leiksins urðu mikil læti þegar leikmaður FH fékk aukakast Framarans Þorsteins Gauta Hjálmarssonar beint í andlitið. FH-ingar voru líka ósáttir með dóminn þegar boltinn var dæmdur af þeim í þeirra lokasókn. „Ég held það sé best að hafa sem fæst orð um það. Augljóslega fannst mér eitthvað sem öðrum fannst ekki. Þetta eru tveir ungir dómarar og mögulega einhver atriði sem voru ekki á hreinu, mögulega hef ég rangt fyrir mér í einhverju líka en þeir læra og við lærum.“ Það hefur verið umræða um lokasóknir liða á undanförnu og sérfræðingurinn Logi Geirsson hefur kallað eftir því að lið fari betur yfir þennan þátt í leik sínum. „Ég vissi ekki að menn gætu æft lokasóknina svona sérstaklega. Þetta snýst um að finna hluti sem eru að virka og mögulega geta komið eitthvað á óvart en þú getur ekki haft einhverja eina lokasókn eins og einhverjir hafa verið að halda fram.“ Sigursteinn viðurkenndi síðan að það væri auðvitað ekki ánægja með stigasöfnun FH hingað til í Olís-deildinni, tvö stig eftir fjórar umferðir. „Við verðum bara að virða að hlutirnir eru ekki að tikka eins og við viljum, það er ekki taktur og við þurfum bara að halda áfram að mæta á æfingar og vinna í okkar leik. Síðast þegar ég vissi var september og við þurfum bara að nýta næstu vikur og mánuði gríðarlega vel.“ Olís-deild karla FH Fram Tengdar fréttir Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. 29. september 2022 21:38
FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Framarar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæðið snemma. Bæði lið voru í basli í sínum sóknarleik í upphafi en þegar Fram kom sínum í sæmilegt horf þá náðu þeir fljótlega fjögurra marka forskoti. FH hafði aðeins skorað fjögur mörk þegar fyrri hálfleikur var meira en hálfnaður en þá vöknuðu þeir aðeins til lífsins. Þeir jöfnuðu í 10-10 og þrátt fyrir að hafa misst Framara aftur þrjú mörk á undan sér fyrir leikhlé þá hljóta þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu í Kaplakrika að hafa farið með smá meiri bjartsýni í hálfleikspásuna heldur en leit út fyrir á köflum fyrir hlé. Staðan í hálfleik 14-11 fyrir Framara. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum, Fram var með frumkvæðið en sleit FH-inga aldrei frá sér. Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum leiddu Framarar 22-19. Þá átti FH góðan kafla með Leonharð Þorgeir Harðason í broddi fylkingar. Þeir jöfnuðu í 23-23 og allt á suðupunkti. FH-ingar misstu í kjölfarið mann af velli og síðan fékk bekkur heimamanna sömuleiðis brottvísun fyrir tuð. Heimamenn því teimur færri. Fram nýtti yfirtöluna vel og komst í 25-23 en FH-ingar sýndu karakter og jöfnuðu á ný. FH fékk síðan boltann þegar rúm mínúta var eftir og tóku leikhlé þegar 31 sekúnda lifði leiks. Þeir stilltu upp í sókn en fengu dæmd á sig skref, dóm sem þeir voru afar ósáttir með. Þá var komið að Fram að reyna að skora sigurmarkið. Þeir tóku einnig leikhlé, reyndu sókn sem átti að enda með sirkusmarki en sú tilraun misheppnaðist algjörlega. Hasarinn var þó ekki búinn. Framarar fengu aukakast þegar leiktíminn var liðinn eftir að lína var dæmd á FH. Skot Þorsteins Gauta Hjálmarssonar úr aukakastinu hafnaði hins vegar beint í andliti eins FH-ings og í kjölfarið varð gjörsamlega allt vitlaust. Það lá við hópslagsmálum og áhorfendur voru meira að segja komnir ansi nálægt enda gerðist atvikið alveg við stúkuna. Að lokum tókst þó að skakka leikinn en Þorsteinn Gauti fékk beint rautt spjald frá dómurum leiksins þegar lætin voru yfirstaðin. Af hverju varð jafntefli? Í fyrsta lagi sýna FH-ingar mikinn karakter að koma til baka í nokkur skipti í leiknum og einnig að missa Framara aldrei of langt fram úr sér. Í öðru lagi voru Framarar klaufar að nýta sér ekki betur þær stöður sem þeir fengu, Phil Döhler í marki FH varði nokkrum sinnum úr dauðafærum og oftar en ekki fóru gestirnir illa með yfirtöluna, þegar FH-ingar voru færri. Í þriðja lagi fóru bæði liðin illa með sínar lokasóknir þar sem þau fengu tækifæri til að tryggja sigurinn. FH-ingar voru ósáttir með skref sem dæmd voru á Leonharð Þorgeir undir lokin en Framarar framkvæmdu sína sókn einfaldlega ekki nógu vel. Þessir stóðu upp úr: Phil Döhler var frábær hjá FH. Hann var með 40% markvörslu og var sérstaklega góður í síðari hálfleiknum. Lárus Helgi Ólafsson, kollegi hans í marki Fram, var frábær í fyrri hálfleik en dalaði í síðari hálfleiknum. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði mjög mikilvæg mörk fyrir FH undir lokin og þá var Reynir Þór Stefánsson traustur hjá Fram. Bæði lið sýndu á köflum góðan varnarleik, sérstaklega Framarar sem spiluðu góða vörn nær allan leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var slakur í byrjun leiks. Leikmenn gerðu klaufaleg mistök og í raun og veru voru bæði í lið í vandræðum sóknarlega í upphafi en slæmi kafli FH varði þó lengur en hjá Fram. Egill Magnússon er ekki að finna fjölina sína hjá FH nú í upphafi tímabils. Hann skoraði ekki mark í dag þrátt fyrir að eiga sjö skot á markið. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gaf honum mikinn tíma í dag en Egill er að koma til baka eftir meiðsli. Það er þó spurning hvort spiltíminn hafi verið of mikill því Egill fann sig engan veginn. Aukakast Þorsteins Gauta í lokin fór síðan alls ekki vel. Það er í raun galið að reyna að skjóta á markið á þennan hátt, að ætla að finna glufu á veggnum. Hættan á slysi er einfaldlega of mikil svo tilraunin sé þess virði. Hvað gerist næst? Fram er með sex stig eftir fjórar umferðir en FH aðeins tvö. FH heldur næst á Seltjarnarnestið og mætir Gróttu sem tapaði gegn Aftureldingu í kvöld. Grótta er með fjögur stig og geta skilið FH aðeins eftir fyrir aftan sig vinni þeir gegn Hafnfirðingum. Fram á erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda. Líklega eitt erfiðasta verkefnið í deildinni en Framarar hafa sýnt í vetur að þeir eru með sterkt lið og geta vel strítt gríðarsterku Valsliði. Sigursteinn: Þú getur ekki haft einhverja eina lokasókn eins og einhverjir hafa verið að halda fram Sigursteinn Arndal er þjálfari FHVísir Sigursteinn Arndal var tvístígandi í leikslok þegar blaðamaður Vísis spurði hvort hann væri sáttur með stigið úr því sem komið var í leiknum en FH elti Framara lengst af í leiknum. „Ég veit ekki hverju ég á að svara. Við ætluðum okkur að vinna en ætluðum fyrst og síðast að bæta okkar leik. Við verðum að viðurkenna það að við erum aðeins að hiksta og það er ekki allt eins og við viljum hafa það,“ sagði Sigursteinn en FH er aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki í Olís-deildinni. „Ég er ótrúlega ánægður með viljann og vinnusemina, að reyna að koma sér inn í leikinn og þess vegna fannst mér við ná í þetta stig í lokin. Við hefðum mögulega getað stolið þessu, við fengum einhvern dóm þarna sem ég get ekki tjáð mig um,“ en Sigursteinn á þá við atvik þar sem boltinn var dæmdur af FH í lokasókn þeirra. FH-liðið byrjaði illa sóknarlega og voru aðeins komnir með fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. „Við vorum að skjóta ofboðslega illa og vorum einhæfir í okkar vali hvar við vorum að velja að gera árásir. Það er bara eitthvað sem við þurfum að kíkja á og æfa. Ég vil halda mig við það að ég er ánægður með vinnusemina og baráttuna.“ „Ég vil líka nota tækifærið og benda á að það er september og við erum að sjá virkilega góða mætingu, áhorfendur frábærir hjá báðum liðum og þetta er stemmning sem allir þessir strákar vilja taka þátt í og ég er ótrúlega þakklátur að fólk sé að mæta. Það er spenna fyrir einhverju hér í Krikanum en við þurfum að sýna því þolinmæði en ég er ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn og hvernig fólk er að mæta.“ Undir lok leiksins urðu mikil læti þegar leikmaður FH fékk aukakast Framarans Þorsteins Gauta Hjálmarssonar beint í andlitið. FH-ingar voru líka ósáttir með dóminn þegar boltinn var dæmdur af þeim í þeirra lokasókn. „Ég held það sé best að hafa sem fæst orð um það. Augljóslega fannst mér eitthvað sem öðrum fannst ekki. Þetta eru tveir ungir dómarar og mögulega einhver atriði sem voru ekki á hreinu, mögulega hef ég rangt fyrir mér í einhverju líka en þeir læra og við lærum.“ Það hefur verið umræða um lokasóknir liða á undanförnu og sérfræðingurinn Logi Geirsson hefur kallað eftir því að lið fari betur yfir þennan þátt í leik sínum. „Ég vissi ekki að menn gætu æft lokasóknina svona sérstaklega. Þetta snýst um að finna hluti sem eru að virka og mögulega geta komið eitthvað á óvart en þú getur ekki haft einhverja eina lokasókn eins og einhverjir hafa verið að halda fram.“ Sigursteinn viðurkenndi síðan að það væri auðvitað ekki ánægja með stigasöfnun FH hingað til í Olís-deildinni, tvö stig eftir fjórar umferðir. „Við verðum bara að virða að hlutirnir eru ekki að tikka eins og við viljum, það er ekki taktur og við þurfum bara að halda áfram að mæta á æfingar og vinna í okkar leik. Síðast þegar ég vissi var september og við þurfum bara að nýta næstu vikur og mánuði gríðarlega vel.“
Olís-deild karla FH Fram Tengdar fréttir Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. 29. september 2022 21:38
Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. 29. september 2022 21:38
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti