Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 14:36 Danskt herskip í höfn í Borgundarhólmi. Rússnesku gasleiðslurnar fóru í sundur í Eystrasalti undan ströndum hólmsins í gær. Vísir/EPA Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52