Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. september 2022 12:03 Staðan var einna verst í Möðrudal þar sem fjölmargir skemmdir bílaleigubílar sátu fastir á laugardag. Aðsend/Vilhjálmur Vernharðsson Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur. Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur.
Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35
Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28