Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2022 18:02 Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun