Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 16:00 Yngvi hefur starfað hjá Sýn frá árinu 2019. Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu til Kauphallar. Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Frá árinu 2019 hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf. Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið. „Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess,“ segir Petrea I. Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar hf. Yngvi segist spenntur fyrir nýja starfinu. „Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu. Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.“ Heiðar seldi 12,7 prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæplega 2,2 milljarða króna í sumar. Fjárfestingafélagið Gavia Invest keypti hlut Heiðars og á nú tæplega ellefu prósenta hlut í félaginu. Ný stjórn var var kjörin í lok ágúst þar sem Petrea var kjörin stjórnarformaður. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest, náði kjöri í stjórn við það tilefni. Hilmar Þór Kristinsson, stór hluthafi í Sýn í gegnum Fasta ehf, og Reynir Grétarsson, stærsti eigandinn í Gavia Invest, gáfu einnig kost á sér en náðu ekki kjöri. Fasti ehf, Tækifæri ehf og Borgarlind ehf óskuðu eftir að boðað yrði til nýs hluthafafundar sem haldinn verður þann 20. október. Hluthafarnir vilja endurtaka kosningu til stjórnar. Þau telja stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Vistaskipti Fjarskipti Sýn Tengdar fréttir Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Greint er frá ráðningunni í tilkynningu til Kauphallar. Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Frá árinu 2019 hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf. Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið. „Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess,“ segir Petrea I. Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar hf. Yngvi segist spenntur fyrir nýja starfinu. „Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu. Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.“ Heiðar seldi 12,7 prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæplega 2,2 milljarða króna í sumar. Fjárfestingafélagið Gavia Invest keypti hlut Heiðars og á nú tæplega ellefu prósenta hlut í félaginu. Ný stjórn var var kjörin í lok ágúst þar sem Petrea var kjörin stjórnarformaður. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest, náði kjöri í stjórn við það tilefni. Hilmar Þór Kristinsson, stór hluthafi í Sýn í gegnum Fasta ehf, og Reynir Grétarsson, stærsti eigandinn í Gavia Invest, gáfu einnig kost á sér en náðu ekki kjöri. Fasti ehf, Tækifæri ehf og Borgarlind ehf óskuðu eftir að boðað yrði til nýs hluthafafundar sem haldinn verður þann 20. október. Hluthafarnir vilja endurtaka kosningu til stjórnar. Þau telja stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Vistaskipti Fjarskipti Sýn Tengdar fréttir Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Boða til nýs hluthafafundar í október Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar sem haldinn varður fimmtudaginn 20. október næstkomandi. 23. september 2022 11:14
Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51
Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. 25. júlí 2022 09:40