„Þetta land er Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 16:56 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. EPA/OLIVIER HOSLET Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. „Þetta land er Úkraína,“ sagði Stoltenberg. Þessu lýsti Stoltenberg yfir á Twitter í dag og sagðist hann einnig hafa komið þessu á framfæri við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Selenskí sagðist hafa þakkað Stoltenberg fyrir yfirlýsingar hans um ólögmæti aðgerða Rússa í Úkraínu. Just spoke with President @ZelenskyyUa & made clear that #NATO Allies are unwavering in our support for #Ukraine s sovereignty & right to self-defence. The sham referenda held by #Russia have no legitimacy & are a blatant violation of international law. These lands are Ukraine.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) September 27, 2022 Undanfarna daga hefur farið fram atkvæðagreiðsla á yfirráðasvæðum Rússa í Úkraínu og lauk henni í dag. Samkvæmt útgönguspám kaus yfirgnæfandi meirihluti fólks sem á að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni með því að ganga í rússneska sambandsríkið, eða rúm 96 prósent íbúa. Vert er að benda á að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar var langt frá því að vera eðlileg og að niðurstaðan hefur verið ljós frá því lýst var yfir að hún yrði haldin. Það mátti meðal annars glögglega sjá á ummælum rússneskra ráðamanna. Pútín mun ávarpa rússneska þingið á föstudaginn og er gert ráð fyrir því að hann muni þá tilkynna innlimun héraðanna, sem saman mynda um fimmtán prósent Úkraínu. Sjá einnig: Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði Landvinningar Rússa í Úkraínu eru ekki öruggir og eru rússneskar hersveitir víða á hælunum. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð góðum árangri í norðanverðu Donetsk-héraði á undanförnum dögum, í kjölfar gífurlega vel heppnaðar gagnárásar gegn Rússum fyrir tveimur vikum. Sú árás leiddi til þess að Rússar hörfuðu frá öllu héraðinu og hafa Úkraínumenn haldið þeirri sókn áfram. Nú virðist sem Úkraínumenn vinni að því að umkringja hersveitir Rússa í borginni Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínskir hermenn hafa þegar myndað stórt gat í víglínum Rússa norður af Lyman og hafa fregnir borist af því að þeir hafi náð þó nokkrum bæjum og þorpum á svæðinu á sitt vald á undanförnum dögum. Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa sótt fram austur af borginni í dag, þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar þegar þetta er skrifað. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að sókn Úkraínumanna ógni yfirráðum Rússa í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Úkraínumenn séu að frelsa bæi og þorp sem Rússar hafi náð tökum á í apríl. Blaðmaður og ljósmyndari miðilsins eru í fylgd með úkraínskum hermönnum við Lyman og segir hann baráttuanda rússneskra hermanna vera lítinn eftir undanhaldið frá Kharkív. Þá segir hann frá því að rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir í nærliggjandi þorpi á sunnudaginn og þeir hafi margir hverjir verið ölvaðir. „Þeir sem voru allsgáðir flúðu og þeir sem voru ölvaðir áttuðu sig ekki á því að það væri verið að ráðast á þorpið og voru handsamaðir,“ sagði einn hermaður við ljósmyndarann. Russian soldiers are still hiding in the woods, some with weapons, some without weapons. Sometimes they come out to the road to surrender because they have no food, no water, no nothing. My report from northern Donetsk, where Ukraine s offensive goes on. https://t.co/kFNHl1cMVP— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 27, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
„Þetta land er Úkraína,“ sagði Stoltenberg. Þessu lýsti Stoltenberg yfir á Twitter í dag og sagðist hann einnig hafa komið þessu á framfæri við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Selenskí sagðist hafa þakkað Stoltenberg fyrir yfirlýsingar hans um ólögmæti aðgerða Rússa í Úkraínu. Just spoke with President @ZelenskyyUa & made clear that #NATO Allies are unwavering in our support for #Ukraine s sovereignty & right to self-defence. The sham referenda held by #Russia have no legitimacy & are a blatant violation of international law. These lands are Ukraine.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) September 27, 2022 Undanfarna daga hefur farið fram atkvæðagreiðsla á yfirráðasvæðum Rússa í Úkraínu og lauk henni í dag. Samkvæmt útgönguspám kaus yfirgnæfandi meirihluti fólks sem á að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni með því að ganga í rússneska sambandsríkið, eða rúm 96 prósent íbúa. Vert er að benda á að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar var langt frá því að vera eðlileg og að niðurstaðan hefur verið ljós frá því lýst var yfir að hún yrði haldin. Það mátti meðal annars glögglega sjá á ummælum rússneskra ráðamanna. Pútín mun ávarpa rússneska þingið á föstudaginn og er gert ráð fyrir því að hann muni þá tilkynna innlimun héraðanna, sem saman mynda um fimmtán prósent Úkraínu. Sjá einnig: Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði Landvinningar Rússa í Úkraínu eru ekki öruggir og eru rússneskar hersveitir víða á hælunum. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð góðum árangri í norðanverðu Donetsk-héraði á undanförnum dögum, í kjölfar gífurlega vel heppnaðar gagnárásar gegn Rússum fyrir tveimur vikum. Sú árás leiddi til þess að Rússar hörfuðu frá öllu héraðinu og hafa Úkraínumenn haldið þeirri sókn áfram. Nú virðist sem Úkraínumenn vinni að því að umkringja hersveitir Rússa í borginni Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínskir hermenn hafa þegar myndað stórt gat í víglínum Rússa norður af Lyman og hafa fregnir borist af því að þeir hafi náð þó nokkrum bæjum og þorpum á svæðinu á sitt vald á undanförnum dögum. Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa sótt fram austur af borginni í dag, þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar þegar þetta er skrifað. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að sókn Úkraínumanna ógni yfirráðum Rússa í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Úkraínumenn séu að frelsa bæi og þorp sem Rússar hafi náð tökum á í apríl. Blaðmaður og ljósmyndari miðilsins eru í fylgd með úkraínskum hermönnum við Lyman og segir hann baráttuanda rússneskra hermanna vera lítinn eftir undanhaldið frá Kharkív. Þá segir hann frá því að rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir í nærliggjandi þorpi á sunnudaginn og þeir hafi margir hverjir verið ölvaðir. „Þeir sem voru allsgáðir flúðu og þeir sem voru ölvaðir áttuðu sig ekki á því að það væri verið að ráðast á þorpið og voru handsamaðir,“ sagði einn hermaður við ljósmyndarann. Russian soldiers are still hiding in the woods, some with weapons, some without weapons. Sometimes they come out to the road to surrender because they have no food, no water, no nothing. My report from northern Donetsk, where Ukraine s offensive goes on. https://t.co/kFNHl1cMVP— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 27, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. 27. september 2022 13:46
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24
Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20
SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36