Framsókn vill leyfa sölu áfengis á sunnudögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 15:27 Frá kosningapartýi Framsóknarflokksins haustið 2021. Þar var skálað fyrir góðu gengi í kosningum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði einnig opin á sunnudögum. sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudaginn í ágúst. Telja þau að „veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta“ og gera auðveldara að opna dyr ÁTVR fyrir neytendum þegar þeim hentar best. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Sjá einnig: Hækka gjald á áfengi og tóbak Í greinargerð frumvarpsins segir að með tilkomu nýrra áfengisverslana, og þá sérstaklega netverslana, þurfi veita áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta. Þar segir einnig að mögulegt sé að skatttekjur gætu aukist við þessar breytingar, nái þær fram að ganga, en erfitt sé að leggja mat á það. „Að mati flutningsmanna er eðlilegt að áfengisútsölustaðir hafi rétt til að ákveða opnunartíma án þess að það sé skilyrt í lögum. Breytingin sem lögð er til með frumvarpi þessu felur einungis í sér að heimilt verður að hafa áfengisútsölustaði á fyrrgreindum dagsetningum opna, ekki er um skyldu að ræða. Það er talið vera í samræmi við sambærilegar reglur annars staðar á Norðurlöndum.“ Það að bannað sé að hafa verslanir ÁTVR opnar á sunnudögum og öðrum dagsetningum sem nefndar eru hér að ofan, segja flutningsmenn frumvarpsins að gæti leitt til þess að fólk sem vanti áfengi leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar. Þær leiðir geti verið að kaupa áfengi af aðilum sem framleiði og selji áfengi með ólöglegum hætti. Frumvarpið sé til þess fallið að áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi þar sem eftirlit sé með aldurstakmörkum og „stuðlað sé að forvörnum“. „Meginefni frumvarpsins snýr að því að auka þjónustu við neytendur og að enn sé viðhaft tilgreint eftirlit með sölu áfengis,“ segir að endingu í greinargerð frumvarpsins. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að markmið þeirra sé meðal annars að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“. Áfengi og tóbak Alþingi Framsóknarflokkurinn Neytendur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Flutningsmenn þessa frumvarps eru Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Sjá einnig: Hækka gjald á áfengi og tóbak Í greinargerð frumvarpsins segir að með tilkomu nýrra áfengisverslana, og þá sérstaklega netverslana, þurfi veita áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta. Þar segir einnig að mögulegt sé að skatttekjur gætu aukist við þessar breytingar, nái þær fram að ganga, en erfitt sé að leggja mat á það. „Að mati flutningsmanna er eðlilegt að áfengisútsölustaðir hafi rétt til að ákveða opnunartíma án þess að það sé skilyrt í lögum. Breytingin sem lögð er til með frumvarpi þessu felur einungis í sér að heimilt verður að hafa áfengisútsölustaði á fyrrgreindum dagsetningum opna, ekki er um skyldu að ræða. Það er talið vera í samræmi við sambærilegar reglur annars staðar á Norðurlöndum.“ Það að bannað sé að hafa verslanir ÁTVR opnar á sunnudögum og öðrum dagsetningum sem nefndar eru hér að ofan, segja flutningsmenn frumvarpsins að gæti leitt til þess að fólk sem vanti áfengi leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar. Þær leiðir geti verið að kaupa áfengi af aðilum sem framleiði og selji áfengi með ólöglegum hætti. Frumvarpið sé til þess fallið að áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi þar sem eftirlit sé með aldurstakmörkum og „stuðlað sé að forvörnum“. „Meginefni frumvarpsins snýr að því að auka þjónustu við neytendur og að enn sé viðhaft tilgreint eftirlit með sölu áfengis,“ segir að endingu í greinargerð frumvarpsins. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að markmið þeirra sé meðal annars að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“.
Áfengi og tóbak Alþingi Framsóknarflokkurinn Neytendur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira