Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 12:07 Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. Stjórn félagsins segir samskiptavanda tilkominn vegna stjórnarhátta og framkomu Önnu Dóru við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra félagsins. Ferðafélag Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Anna Dóra tilkynnti um afsögn sína með bréfi til stjórnarmanna í morgun. Hún birti bréfið í framhaldinu á Facebook-síðu sinni. Sagði hún stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Nefndi hún sem dæmi að Tómas Guðbjartsson, núverandi stjórnarmaður, hefði barist fyrir því að koma vini sínum Helga Jóhannessyni aftur til starfa hjá félaginu eftir að Helgi hafði sagt sig úr stjórn og verkefnum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þá hafi hún nýlega fengið upplýsingar er vörðuðu áreitnismál sem tengdist öðrum stjórnarmanni. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um atvikið sem orðið hafi til þess að fararstjóra hafi verið hótað og sömuleiðis vinkonu konunnar sem hafi orðið fyrir áreitinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands.Kristinn Ingvarsson „Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. „Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.“ Allt stjórnarfólk hafnar lýsingunum Anna Dóra nefndi fleiri ágreiningsmál. Meðal annars að kvartað hafi verið undan spurningum hennar er vörðuðu rekstur félagsins. Hún ætti að einbeita sér að þáttum sem hún hefði sérþekkingu á. „Niðurstaða mín er að innan stjórnar og meðal stjórnenda sé fólk sem ber ekki hagsmuni félagsins og félagsmanna fyrir brjósti. Áherslan hjá þessu fólki virðist vera að viðhalda ákveðnu valdajafnvægi þar sem embættum og verkefnum er úthlutað til stjórnarfólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengjast þessum einstaklingum. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valdajafnvæginu,“ sagði Anna Dóra. Stjórn Ferðafélagsins segist geta staðfest að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Stjórnin sér deilurnar í öðru ljósi. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stjórnin telur framkomu Önnu Dóru við Pál ekki hafa verið í lagi. „Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með,“ segir í yfirlýsingu sem Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti FÍ, skrifar fyrir hönd stjórnar. Stjórnina skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti; Pétur Magnússon, gjaldkeri; Gísli Már Gíslason; Margrét Hallgrímsdóttir; Ólöf Kristín Sívertsen; Tómas Guðbjartsson; Sigurður Ragnarsson og Gestur Pétursson. Ekki hefur náðst í Tómas Guðbjartsson í dag en hann er við göngu í Nepal. Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta. Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með. Fh stjórnar FÍ Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ
Ferðamennska á Íslandi MeToo Fjallamennska Kynferðisofbeldi Félagasamtök Ólga innan Ferðafélags Íslands Tengdar fréttir Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30