Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 09:11 Ríkisstarfsmenn gagnrýndu það í sumar að laun þeirra yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag. Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag.
Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21