Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 10:33 Maðurinn var aðeins tólf ára gamall þegar lögregla og sérsveit var kölluð út vegna hans. Vísir/Vilhelm Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25
Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00