Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2022 14:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22