Ótrúlegar tilviljanir lituðu sigur Þorláks Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2022 19:28 Liðsmenn Þorláks íklæddir fagurbláum treyjum liðsins við leiði vinar síns. Visir/einar Það var kraftaverki líkast þegar knattspyrnuliðið Þorlákur vann Boladeildina í knattspyrnu fyrr í vikunni, á afmælisdegi vinar liðsmanna sem féll fyrir eigin hendi - og liðið heitir eftir. Liðið fékk síðar að vita að sigurmarkið í hinum æsispennandi leik hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur heitinn kom í heiminn á sínum tíma. Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka. Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka.
Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent