Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:25 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn um málið í umhverfis- og skipulagsráði. Vísir/Vilhelm Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Bílastæði Skóla- og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Bílastæði Skóla- og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira