Fundarstjóri er Sigurjón Þórðarson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Málþingið ber yfirskriftina „Tryggjum leiðina“ en þar koma fram sérfræðingar og aðstandendur.
Dagskráin:
- Hvert stefnum við? Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
- Seiglan - Þjónustu- og virknimiðstöð. Harpa Björgvinsdóttir verkefnastjóri Seiglunnar.
- Reynslusaga úr Seiglunni. Hrefna Pedersen aðstandandi.
- Greiðum leiðina - Greiningarferlið og eftirfylgd eftir greiningu. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala.
- Byggjum brýr. Emil Emilsson aðstandandi.
- Dönsum í takt - Bætt þjónusta í heimahúsi til framtíðar. Margrét Guðnadóttir sérfræðingur í heimahjúkrun og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Streymi má sjá að neðan.