Einhugur um NATO Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. september 2022 14:30 Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun