Gísli birti sjálfur myndband af ráninu á Facebook-síðu sinni sem náðist á eftirlitsmyndavélar leikhússins. Þar sést þegar þjófurinn notast við slípirokk til að brjóta lás Gísla, sem að hans sögn var af dýrustu gerð.
Það tók þjófinn aðeins nokkrar sekúndur að brjóta lásinn og gerði það þrátt fyrir að fullt af fólki var í kringum hann. Þegar starfsmenn leikhússins áttuðu sig á því hvað var að gerast var þjófurinn búinn að hjóla í burtu.
Gísli segist ekki vera vongóður um að hjólið finnist og vildi frekar birta myndbandið til þess að var aðra við.