„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:38 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08
Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent