Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 08:01 Kristján Örn Kristjánsson var valinn besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar, einnar bestu deildar heims, á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann. Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira