Íslenska stoltið Eva María Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 15:01 Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Eva María Jónsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun